Getur starafló bitið mig ef það er stari í fuglahúsi í garðinum?

Getur starafló bitið mig ef það er stari í fuglahúsi í garðinum?

stari_fuglahus

stari við fuglahús

Ef vantar aðstoð: Hafa samband eða hringja í 6997092

Það er möguleiki, en sennilega litlar líkur á að starfló nái að bíta.

Myndin til hliðar sýnir fuglahús úti í garði sem ég sá í gær. Ef grannt er skoðað sést stari með orm sem hann er að færa ungunum.

 

stari med orm

stari med orm

En það sem gæti gerst er að ef kötturinn er að sniglast í kringum hreiðrið þá getur hann borið fló með sér inn.

Það getur líka verið að kötturinn beri fló með sér annars staðar frá. Það er flær á öðrum fuglum líka eins og skógarþröstum.

Kötturinn getur klifrað upp á þak eða tré þar sem er hreiður og þannig kemst flóin á hann. Það getur því þurft að hafa köttinn inni þegar fuglinn er að verpa en ef kötturinn er vanur að ganga laus þá er það erfitt.

skógarþröstur

skógarþröstur

Ekki má gleima hundinum hann getur líka fengið fló á sig t.d. eftir göngutúr.

Ef fuglinn kemur ekki aftur í húsið að ári þá fer flóin af stað. Það sem væri hægt að gera þegar starinn hefur yfirgefið hreiður:

  • Láta fagmann vinna verkið
  • Eitra hreiður og nágrenni þess
  • Fjarlægja hreiður
  • Loka inngönguleið
  • Koma í veg fyrir að lirfur verði að fullorðnum flóm næsta vor
ungar fuglavefur

ungar fuglavefur

Ef ekkert er að gert þá fara flærnar á flakk.

Þær eru mjög svangar og vilja blóðið úr staranum.

Ef hann er ekki til staðar þá finna þær sér fórnarlömb.

Það styttist í að fyrstu ungarnir yfirgefi hreiðrið. Þá er gott að fjarlægja hreiðrið

Ég gæti trúað að á þessum árstíma séu flær algengar sér í lagi þar sem starahreiður eru yfirfirgefin og hundar og

Geitungar úr geitungagildrunni, nærmynd líklega trjágeitungur

Geitungar

kettir eru.

Þess vegna er mikilvægt að bergaðst við til að minnka líkur á að starrafló bíti.

Ef hún bítur þá koma útbrot og kláði sem getur varað í allt að viku eða lengur samkvæmt eigin reynslu.

Mitt ráð: Ekki gera ekki neitt.

 

Flóabit

Flóabit – útbrot

Að neðan eru nokkur ráð sem ég hef fundið og langar að deila með ykkur.

Ég veit ekki hvort þau virka á  ykkur en ég hef einungis tekið saman það sem ég hef fundið.

Ef þið vitið um fleiri eða önnur ráð endilega láta vita. Það er nauðsynlegt að leita læknis ef einhver vafi leikur á að ofnæmisviðbrögð eru mikil.

 

1. Mildison lipid 1%
2. Passa vel gæludýrin t.d. hundar og kettir en þau geta borið með sér flær
3. Útvega sér flóaól á dýrin, setja flóaól undir koddann
4. Bitpennanum after bite og svo mikið af aloverageli á kláðann.
5. Pennar sem gefa einhvers konar rafmagnsstuð, það róar aðeins bitsvæðið
6. Pevaryl sveppakrem á kláðabólurnar
7. Staðdeyfi smyrsli
8. Safi úr lime, smá á puttann og á bitið , svo strax á eftir ólívuolía
9. Ekki klóra
10. Deyfikremið heitir Xilocain og snarvirkar á kláðann
11. Prófa að taka B vítamín til að koma i veg fyrir bit
12. Uppleystar b vítamína töflur í gluggakisturnar til að halda flónni úti
13. Ofnæmistöflur og xilocain
14. dropa af óblandaðri lavander-ilmkjarnaolíu
15. Kartöflumjöl
16. Edik
17. mentolkrem

 

Leave a Reply