Er blómið (Neria) í stofunni eitrað

neria

neria

Það er rétt Neria er eitrað blóm. Það sem meira er allir hlutar plöntunar eru eitraðir.  Á Vísindavefnum er að finna ágæta umfjöllun um eitruð blóm t.d. Neriu, sjá hér.

Það sem er merkilegt við Neriu er að úr henni eru unnin lyf sem notuð eru í baráttunni við bráðahvítblæði í börnum og Hodgkins-veiki.

Fleiri jurtir eru eitraðar á Íslandi sem eru hafðar inni sem úti, t.d. Ber Bergfléttunar eru eitruð. Það hefur líka lengi verið vitað að ber Gullregnisins eru eitruð.

hoffifill

hoffifill

Fallegt blóm sem flokkast reyndar undir illgresi er Krossfífill

Hún er líka eitruð en er jafnframt mikilvæg lækningaplanta: Úr henni eru unnin lyf sem valdið hafa byltingu í meðferð á bráðahvítblæði í börnum og Hodgkins-veiki.

En væri hægt að nýta sér þessi blóm til að eitra fyrir skordýrum. Ég hef ekki prófað það en það væri verðugt rannsóknarefni fyrir einhvern sem ekkert hefur að gera. Ég skil vel afstöðu þeirra sem vilja alls ekki að eitur fari í garðinn hjá þeim, en það er val hvers og eins og ef ekkert er hægt að gera þegar verið er að éta t.d. runnana heima þá er oft eina leiðin að láta eitra.

Ef ykkur vantar aðstoð við að fjarlægja starahreiður, geitungabú, köngulær, silfurskottur eða önnur skordýr ekki hika við að hafa samband við meindýra- og geitungabanann í síma 6997092 eða senda tölfupóst á 6997092@gmail.com, egill

 

Heimildir og myndir:

Myndir af neti: Neria og krossfífill