Staraflóin bítur fólk

Þakka þér fyrir að koma á síðuna :-)

Vantar þig að losna við starafló – myndband
eða aðstoð? hafðu samband 6997092,

Starahreiðrið var upp á fjórðu hæð við enda þakkantssins fólk var bitið

Starahreiðrið var upp á fjórðu hæð við enda þakkantssins fólk var bitið

Á þessum árstíma ætti
staraflóin að liggja í dvala.

Hlýindin undanfarna daga
setja strik í reikninginn.

Þó nokkuð er um að
starafló sé að bíta fólk.

Starinn og ungarnir
hafa yfirgefið hreiðrið. Continue reading

Mikið af stráum undir þakklæðningu starahreiður

Þakkantur séð neðan frá. Takið eftir stráunum sem gægjast niður

Þakkantur séð neðan frá. Takið eftir strá-unum sem gægjast niður

Mikið af stráum undir þakklæðningu starahreiður Þakka þér fyrir að koma á síðuna :-)

Ef þig vantar aðstoð
ekki hika við að hafa
samband í síma 6997092

Það er greinilegt þegar
starahreiður er komið.

Strá og allskonar rusl er í hreiðrinu. Continue reading

Tvö eða þrjú starahreiður í húsinu

Starinn er farinn að viða að sér efni til hreiðurgerðar

Starinn er farinn að viða að sér efni til hreiðurgerðar, stutt í að egg komi

Tvö eða þrjú starahreiður í húsinu, hvað er best að gera?
Þakka þér fyrir að koma á síðuna :-)

Ef þig vantar aðstoð
ekki hika við að hafa
samband í síma 6997092

Er vanur og vandvirkur.

Hef notenda- og starfs-
leifi frá Umhverfisstofnun. Continue reading

Starahreiður ofan á niðurfallsrörinu ertu að grínast í mér?

Starahreiður ofan á niðurfallsrörinu ertu að grínast í mér?
Þakka þér fyrir að koma á síðuna :-)

Starinn er farinn að viða að sér efni til hreiðurgerðar

Starinn er farinn að viða að sér efni til hreiðurgerðar

Ef þig vantar aðstoð
hafðu samband 6997092

Er vanur og vandvirkur.

Langar að deila með ykkur smásögu.

Dóttir mín sýndi mér hvar
starinn var að gera hreiður
hjá nágranna mínum. Continue reading

Silfurskotta sást og svo önnur og svo önnur

Silfurskotta sást og svo önnur og svo önnur, hvað er til ráða?
Þakka þér fyrir að koma á síðuna :-)

Ef þig vantar aðstoð
hafðu samband 6997092

Séð inn á salerni. Sturtuklefi er algengur staður silfurskottu

Séð inn á salerni. Sturtuklefi er algengur staður silfurskottu

Ef þú ert var við silfurskottur af
og til má búast við að þær
hafi náð að koma sér fyrir.

Silfurskottur eru ekki hættu-
legar en hvimleiðar eru þær.

Þær geta skemmt lím í bókakjölum. Continue reading

Hvað er mikið af hey í starahreiðri?

Hvað er mikið af hey í starahreiðri?

Hafið samband  eða hringið í
6997092 ef ykkur vantar aðstoð
við að losna við starahreiður

fullur ruslapoli af heyi úr einu hreiðri

fullur ruslapoli af heyi úr einu hreiðri

Það er ótrúlegt hve  mikið hey
getur verið í einu starrahreiðri.

Svartur ruslapoki troðfullur ekki óalgengt.

Starrinn er mjög duglegur þegar
hann byrjar hreiðurgerð. Continue reading

Starraflær hafa bitið mig einhver ráð?

Starraflær hafa bitið mig einhver ráð?

staraflo

starrafló (starafló) hænsnafló

Þessari spurningu hafa margir spurt að. Ég tók mér það bessaleifi að googla og fann ágæta umfjöllun á vef Lyfju undir flokknum fræðsla og fróðleikur.

“Starraflær lifa í hreiðrum starra og geta borist í hýbýli manna ef hreiðrin eru þannig staðsett. Einnig getur flóin verið til staðar úti í garði eða í raun hvar sem er.
Flóin lifir ekki á mönnum líkt og lús heldur skilur hún eftir bit. Þegar flóin bítur þá veldur þetta bit ofnæmissvari, þroti og roði koma í ljós á bitsvæðinu en einnig fylgir þessu mikill kláði. Clarityn töflurnar draga einmitt úr þessu ofnæmissvari og þar með kláðanum.

 

Floabit

Flóabit eftir starrafló

Ráðlagður dagskammtur fyrir fullorðna er 1 tafla á dag, helmingunartími í blóði er u.þ.b. 14 klst. þannig að önnur tafla er óþörf. En ef um stóran einstakling er að ræða þá getur verið ráðlagt að taka 2 töflur á dag í stað 1 töflu. Tenutex áburður er ætlaður gegn höfuðlús, flatlús og kláðamaur.

Flær lifa ekki á mönnum og því þjónar það engum tilgangi að nota Tenutex. Heldur er betra að nota kælandi áburð sem dregur úr kláða t.d. Kalmín áburð, Aloe Vera gel og jafnvel Mentólkrem, ásamt ofnæmislyfinu.”

 

Nýlegar spurningar:

Starraflær hafa bitið mig, einhver ráð?

 Hvernig veit ég hvar starra hreiður er í húsinu?

Starrahreiður í þakkant, hvað get ég gert?

Starrabit, kláði hvað er til ráða?

Viltu losna við Stara? – Sturnus vulgaris

Hvað geri ég ef starafló er farin að bíta?

Af hverju bítur starfló?

Hvernig á að losna við starahreiður?

Geta starar slegist?

Hvað getur starafló lifað lengi án blóðs?

Ef það er starahreiður í húsinu hvað er best að gera?

Hvenær er best að fjarlægja starahreiður?

Hvernig veit ég hvar starrahreiður er í húsinu?

Hvernig veit ég hvar starrahreiður er í húsinu?

stari i glugga

stari i glugga

Fylgjast með flugi hans
Hlusta eftir hávaða
Fylgjast með hvar hann er
Koma auga á skítinn
Lyktin leynir sér oft ekki
Flóarbit gefur vísbendingu

 

stari

starri á þakkant

Það leynir sér ekki. Ef þú ert var við að starrinn er að fljúga upp að húsinu þá er að fylgjast vel með hvar hann fer.

Ef þú sérð hann tilla sér upp á þaki þakkanti eða mæni þá er líklegt að starahreiðrið sé nálægt. Það er þó ekki víst að það sé í húsinu þínu en gæti verið hjá nágrannanum.

Auglsjósasta merkið er auðvitað ef þú sérð hvar fuglinn flýgur í hreiðrið, einnig ef þú sérð skít sem er ljós eða hvítur.

Það getur verið allt útskitið bara á nokkrum dögum. Skíturinn situr fastur og getur þurft

að skrúbba hann í burtu, en skítur úr starra getur líka valdið skemmdum á þakjárni.

stari ver sitt svæði

stari ver sitt svæði

Ef þú ert bitinn þá er það ekki endilega af því að það er starrahreiður í húsinu hjá þér það getur líka verið frá nágrannanum, eða að gæludýr eins og hundar og kettir beri starraflóna með sér, hún leitar að fórnarlambi og sýgur blóð.

 

 

 

Til að koma í veg fyrir að

Flóabit

Flóabit hendur

húseigandi verði fyrir ónæði af völdum starra, að hann nái að búa sér til hreiður þá eru fyrirbyggjandi aðgerðir bestar, að loka áður en hann kemur sér fyrir. Þá er tilvalið að kalla til geitunga- og meindýrabanann eða hringja. ( 699-7092)

 

 

 

Nýlegar spurningar:

 Hvernig veit ég hvar starra hreiður er í húsinu?

Starrahreiður í þakkant, hvað get ég gert?

Starrabit, kláði hvað er til ráða?

Viltu losna við Stara? – Sturnus vulgaris

Hvað geri ég ef starafló er farin að bíta?

Af hverju bítur starfló?

Hvernig á að losna við starahreiður?

Geta starar slegist?

Hvað getur starafló lifað lengi án blóðs?

Ef það er starahreiður í húsinu hvað er best að gera?

Hvenær er best að fjarlægja starahreiður?

Heimildir

Myndir af neti: Stari á þakkant     –     Starri ver sitt svæði  –    Flóabit, hendur

Af hverju bítur starfló?

Af hverju bítur starfló?

 

Það er með staraflóna eins og önnur dýr, þau verða að fá einhverja fæðu. Ef stari hefur t.d. gert hreiður í nokkur sumur á sama stað en kemur eitt vorið að luktum dyrum þá er illt í efni ef ekkert er að gert. Flærnar vilja fá að éta og ef fuglinn kemur ekki þá er ekkert fyrir hana að hafa.

Hún fer því af stað í fæðuleit og leitar uppi fórnarlömb t.d. hunda og ketti, menn og sýgur blóð. Ofnæmisviðbrögð láta ekki á sér standa og fylgir bitunum yfirleitt mikill kláði og vanlíðan. Varast ber að klóra sér heldur reyna að kæla eða bera áburð á kláðastaðinn.

kisa með mús á heilanum

Skyldi kötturinn bera með sér strafló’

Gæludýr eins og hundar og kettir geta hæglega borið með sér flær. Gott ráð er að setja flóaól á þau og jafnvel klippa flóaról í litla búta og setja undir koddan í rúminu ef einhver grunur leikur á að fló sé þar.

Það er samt lykt af ólinni sem sumun líkar ekki og er þá lítið við því að gera. Einnig gæti verið gott ráð að loka gluggum en ef ykkur vantar aðstoð þá er um að gera að hafa samband  við geitunga- og meindýrabanann, sími 6997092

 

Hvernig á að losna við starahreiður?

stari

stari ver sitt svæði

Til þess að losna við starahreiður þarf að fjarlægja það og eitra þar sem hreiðrið er og næsta umhverfi. Ef hreiðrið er nýtt þarf að skoða hvort komin eru egg eða ungar.

Ef aðstæður eru þannig er ráðlagt að bíða með að fjarlægja hreiður þar til unginn er floginn en nota þá tækifærið og eitra hreiður og fjarlægja því það er alltaf hætta á að fló hafi komið sér fyrir í hreiðri.

Nauðsynlegt er að loka vel þeim stöðum þar sem hreiðrið var á því fuglinn byrjar strax á hreiðurgerð aftur hafi hann aðgang að svæðinu. Þar sem starinn er friðaður er ráðlegt að bíða með aðgerðir gegn flónni ef fuglinn er búinn að verpa.

Flóabit

Flóabit fætur

Flóabit er afar hvimleitt og er til mikils að vinna að sleppa við bit. Samkvæmt eigin reynslu þá er kláðinn a.m.k. viku að angra.

Hægt er fá ýmiskonar efni til að bera á bitsvæðið. Apótek bjóða upp á nokkrar gerðir, en gott ráð er að kæla.

 

 

Tea Tree Oil

Tea Tree Oil

Tea Tree Oil

Teatree olía er mjög góð á öll bit. Olían fæst örugglega í apóteki, annars fæst hún í búðum eins og Betra líf.

Það er frekar vont fyrst þegar maður setur hana á en hún virkar vel. Líklega er hún sótthreinsandi fyrir biti. Hún er einnig mjög góð á allskonar sár, en getur valdið sviða til að byrja með.

 

 

Hér er áhugaverð grein um stara, ýmiskonar fróðleikur sem getur komið að gagni. Hvet ykkur lesendur góðir til að skoða.