Mikið af könguló á sólpallinum – eitra?

Mikið af könguló á sólpallinum – eitra?
Ef ykkur vantar aðstoð. Hafið samband eða hringið í 6997092

Hús með kvisti

Hús með kvisti, köngulær, ranabjöllur, roðamaur, mýs geta komið sér fyrir

Hvítasunnuhelgin er ein aðalferðamannahelgin. Fólk heimsækir vini og kunningja, fer í útilegu eða til útlanda. Það er frábært.

En þegar heim er komið þá hafa nýir gestir komið sér fyrir í og við húsið. Köngulær, ranabjöllur, roðamaur. Starrahjón búin að gera hreiður í þakkantinum.

Silfurskottur, flugur og hamgærur geta líka verið komnar til að vera.

Mýs og stundum rottur eru eða hafa verið í heimsókn.

Krossköngulóin

Krossköngulóin

Eftir ferðalagið þá er æðislegt að skella sér í sturtu, grilla og fá sér einn kaldan eða ávaxtasafa.

Sólpallurinn eða svalirnar eru góðir staðir en þá er allt krökkt af könguló og viðbjóðslegum vefum.

 

 

Köngulærnar eru búnar að spinna vefi út um allt og klístrast þeir í andlitið þegar gengið er um.

Hver kannast ekki við þetta. Inni eru flugur og ranabjöllur. Jafnvel sjást silfurskottur.

 

geitungabú falleg og vönduð smíð

geitungabú falleg og vönduð smíð

Geitungabú eru allt í einu komin, þá meina ég allt í einu. Þeir eru svo fljótir að stækka búin.

Bú sem er eins og golfkúla getur á þrem vikum verið 10 cm í þvermál eða stærra.

Þau geta verið vel falin í trjárunna, sólpallinum þakkantinum, loftræstiopi, dekkjarólunni eða alls staðar.

 

 

ranabjalla a veggranabjalla a vegg

ranabjöllur skríða upp veggi, þær komast yfirleitt inn. Það getur verið  mikið af þeim

Er eitthvað hægt að gera áður en farið er í heimsókn.

Það er ekki hægt að sjá við öllu en ef hús er eitrað þá ættu köngulær ekki að vera vandamál þegar komið er heim eftir ferðalag.

Ef rétt er staðið að verki getur eitrun virkað í 3 mánuði. Ef eitrun klikkar þá er eitrað aftur.

Ef eitrað er fyrir könguló er tilvalið að eitra tré og runna en aðeins ef það er kominn trjámaðkur eða lús.

 

Hægt er að setja upp snyrtilegar músavarnir innan- jafnt sem utandyra

Hægt er að setja upp snyrtilegar músavarnir innan- jafnt sem utandyra

Mýs geta verið miklir skaðvaldar og nagað leiðslur klæðningar, farið í matvæli og eignast unga.

Óþrifnaður getur verið mikill, þær skíta út um allt.

Ef þær komast í einangrunarplast þá er eins og það hafi snjóað.
Get sett upp músavarnir bæði inni og úti.

Ekki hika við að hafa samband
eða hringið í 6997092

Mitt ráð: Ekki gera alls ekki neitt

Leave a Reply