Hvernig komast skordýrin inn til mín?

Hvernig komast skordýrin inn til mín?

Ef ykkur vantar aðstoð. Hafið samband eða hringið í 6997092

Bréfalúga

Bréfalúga

Ef þið spáið í húsið ykkar, þá eru nokkrir staðir sem koma til greina.

Ég tók nokkrar myndir og vona að engin þekki sína. Myndirnar eru fyrst og fremst til að vekja til umhugsunar og minnka líkur á að skordýr komist inn til ykkar.

Bréfalúgan er mjög oft opin. Blaðberinn setur blaðið ekki alla leið inn þannig að lúgan lokast.

 

Öndun

Öndun – vnatar ristina

Stundum hefur íbúi sett rör eða kubb og opnað lúgu.

Mjög greið leið fyrir skordýr t.d. geitungar, ranabjöllur, roðamaur, köngulær og flugur.

Öndun ýmis konar er oft opin. Rist sem á að vera hefur losnað eða ekki verki sett á.

Ef ristin er niður við jörð þá er auðveldara fyrir hin ýmsu skordýr að komast inn.

 

barki frá þurrkara

barki frá þurrkara – yfirleitt ekki sett vírnet við enda

Möguleiki er á að ketlingar eða kanínur fari inn en eigi svo ekki auðvelt með að komast til baka.

Verst er að mús eða rotta geta gert sig heimakomin án þess að nokkur taki eftir því.

Barkar ýmiskonar eru algengir. Þeir lafa út um glugga sem er um leið hálfopinn.

Greið leið fyrir allskonar pöddur að skríða inn um barka eða glugga.

rifa þakkantur

rifa þakkantur – þarf að gera við – geitungar á greiða leið inn

Geitungar geta hæglega gert bú, sérstaklega ef fólk fer í sumarfrí og skilur eftir óvarið eða opinn glugga

Skemmd klæðning á þakkant er tilvalinn staður fyrir geitunga eða starra að fara inn um.

Það getur verið fúi eða að spítur hafi brotnað í vetur þegar gekk sem messt á. Nauðsynlegt er að laga rifur og göt til að minnka líkur á að skordýr eða fuglar taki bólfestu með tilheyrandi kostnaði og ónæði.

 

ranabjalla a veggranabjalla a vegg

ranabjalla skríður upp vegg og fer inn um opnar dyr eins og bréfalúgur.

Ef starri t.d. gerir hreiður þá geta afleiðingarnar verið flóabit, kostnaður við að gera við og síðast en ekki síst hávaði og óhreinindi sem þarf að þrífa.

Ofangreint er fyrst og fremst til að benda á til að koma í veg fyrir óþarfa kostnað sem hlýst af því að losna við vandamálið.

Mitt ráð: Ekki gera ekki neitt.

 

 

Leave a Reply